Cristiano Ronaldo yngri byrjar miklu betur hjá Juventus en pabbinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 15:30 Cristiano Ronaldo yngri og Cristiano Ronaldo eldri. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018 Ítalski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Cristiano Ronaldo er búinn að spila þrjá leiki með Juventus í Seríu A án þess að ná að skora. Allt aðra sögu er að segja af átta ára stráknum hans. Feðgarnir skiptu báðir yfir í Juventus í haust. Juventus keypti pabann á 99 milljónir punda frá Real Madrid og strákurinn fylgdi auðvitað með í kaupanum enda nýbúinn að halda upp á átta ára afmælið sitt. Cristiano Ronaldo eldri er enn markalaus þrátt fyrir þrjá leiki, 270 mínútur og 23 skot. Enginn leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu hefur tekið fleiri skot án þess að skora. Í raun er Ronaldo þar með tíu skota forystu. Það vakti athygli á dögunum þegar Cristiano Ronaldo var að tala um strákinn og draum sinn um að hann yrði atvinnufótboltamaður eins og hann. Miðað við byrjun Cristiano Ronaldo yngri hjá Juventus þá eru góðar líkur á að sá draumur pabbans rætist. Cristiano Ronaldo yngri skoraði nefnilega fjögur mörk í fyrsta leiknum sínum með níu ára liði Juventus og eplið virðist ekki hafa fallið langt frá Eikinni. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Cristiano Ronaldo yngri spilar að sjálfsögðu í teyju númer sjö eins og faðir sinn.Cristiano Ronaldo Jr. scored 4 goals on his Juventus U9 debut pic.twitter.com/ZjfMrlYMty — Footy Jokes (@Footy_JokesOG) September 2, 2018Cristiano Ronaldo has taken more shots at goal without scoring (23)... Than any other player in Europe's Top 5 Leagues this season. 10 more than the next player.@Squawkapic.twitter.com/5oMgE72AqJ — SPORF (@Sporf) September 2, 2018 Cristiano Ronaldo eldri var upptekinn í vinnunni hjá Juventus og missti því af leiknum en stjúpmanna stráksins, Georgina Rodriguez, var með honum og lét pabbann örugglega vita fljótlega eftir leikinn. Markaskor stráksins í fyrsta leik hefur ekki vakið síður athygli en markaleysi pabbans. Nettröllin eru auðvitað komin á fullt í fyndnum samanburði á feðgunum enda ekkert nýtt að menn noti hvert tækifæri til að gagnrýna Cristiano Ronaldo eldri.BREAKING NEWS: Cristiano Ronaldo to leave Juventus for PSG to escape his son’s shadow after Cristiano Jr scored 4 goals on his Juventus U9 debut today!! pic.twitter.com/FkyuH9PKcg — Football Stuff (@FootbalIStuff) September 2, 2018Cristiano Ronaldo Jr with 4 Goals on his Debut. pic.twitter.com/ArlYl3mspf — Troll Football (@TrollFootball) September 2, 2018
Ítalski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira