Heilbrigðiseftirlitið mælir hávaða frá rútumiðstöð í Skógarhlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. september 2018 08:00 Búnaðurinn sem mæla á hávaða í Skógarhlíð. fréttablaðið/ernir „Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
„Staðsetningin er dálítið skrítin en ég vænti þess að þetta sé bara byrjunin,“ segir Stefán Pálsson, formaður Húsfélagsins í Eskihlíð 10 og 10a. Á fimmtudag í síðustu viku setti heilbrigðiseftirlitið upp hljóðmæli við göngustíg ofan við blokkina. Íbúar í Eskihlíðarblokkinni hafa í sumar mótmælt rekstri samgöngumiðstöðvar rútufyrirtækja handan við götuna í Skógarhlíð 10. Kvarta þeir sérstaklega undan hávaða á nóttu sem degi frá rútuumferðinni. Stefán segir íbúana hafa leitað til „allra og ömmu“ þeirra innan borgarkerfisins en lítið orðið ágengt. Málið hafi verið í vinnslu hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Í nýlegri reglugerð er meðal annars gerð krafa um að samgöngumiðstöðvar trufli ekki næsta nágrenni – sem þetta gerir óneitanlega,“ segir Stefán. Nú er hljóðmælir kominn upp. „Til að mæla hljóðið þætti mér eðlilegra að mælt yrði í íbúðunum – sérstaklega þar sem eru svefnherbergi á efri hæðum sem vísa beint út að þessu,“ segir húsfélagsformaðurinn. Málinu sé alls ekki lokið. „Þrátt fyrir loforð í blábyrjun um að rútur yrðu ekki látnar lulla í lausagangi meira en þyrfti og að þetta yrði hannað þannig að lítið þyrfti að bakka með tilheyrandi bílhljóðum þá hefur slaknað á þessu öllu. Og hvernig verður þetta þá í vetur þegar kólnar í veðri? Það þarf enginn að segja mér annað en að rúturnar verði þá samfleytt í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00 Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Heilbrigðiseftirlitið segir ekki starfsleyfi fyrir rútumiðstöð í Skógarhlíð og hefur bent viðkomandi á það. Skoðað er hvort framkvæmt hafi verið í óleyfi á bílaplaninu. Reksturinn verður ekki stöðvaður nema vegna „brýnna hagsmuna.“ 27. júní 2018 06:00
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00