Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2018 05:56 Eins og sést stóð safnið í ljósum logum. vísir/epa Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum. Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. Talið er að mikið af þeim 20 milljón munum sem voru í eigu safnsins hafi eyðilagst og segja stjórnendur safnsins tjónið ómetanlegt. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldinum sem kom upp í gærkvöldi eftir að safninu var lokað, en á meðal verðmæta í eigu safnsins voru egypskir fornmunir og sumir af fyrstu steingervingum sem fundust í Brasilíu. „Þetta var stærsta náttúruminjasafn í Rómönsku Armeríku og safneignin er ómetanleg,“ sagði Cristiana Serejo, einn af stjórnendum safnsins, við fjölmiðla.Luiz Duarte, sem einnig er á meðal stjórnenda safnsins, sagði eldsvoðann óbærilegt stórslys. „Þetta eru 200 ár af arfleið landsins. Þetta eru 200 ára minningar, 200 ár af vísindum, menningu og menntun,“ sagði Duarte. Að því er fram kemur á vef Guardian liggur ekki fyrir hver upptök eldsins voru. Safnið var hluti af ríkisháskólanum í Rio en síðustu ár hefur það verið í niðurníslu. Á meðal þess sem var í eigu safnsins voru munir sem Dom Pedro I kom með til Brasilíu en hann var portúgalskur prins sem lýsti á sínum tíma yfir sjálfstæði landsins sem þá var nýlenda Portúgals. Þá var 12 þúsund ára gömul beinagrind af konu í eigu safnsins sem og steingervingar, risaeðlur og loftsteinn sem fannst árið 1784. Sumt af safneigninni var geymt í öðru húsi en þar sem eldurinn kom upp en engu að síður er talið að mikið af munum safnsins hafi eyðilagst í eldinum.
Brasilía Suður-Ameríka Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira