Kona og tvö börn fundust látin í íbúð í Gautaborg snemma í morgun. Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og börn. Hann hefur jafnframt játað á sig verknaðinn, að því er fram kemur í frétt SVT.
Maðurinn tilkynnti sjálfur um morðin rétt fyrir klukkan 5 á sunnudagsmorgun að staðartíma. Samkvæmt frétt Aftonbladet var maðurinn, sem er á fertugsaldri, handtekinn í íbúðinni. Þá segir einnig í frétt blaðsins að hann hafi myrt börn sín er þau lágu í rúmum sínum.
Rannsókn er hafin á málinu og hefur lögregla girt vettvanginn af. Þá hefur ættingjum fjölskyldunnar verið gert viðvart um málið.
Myrti konu sína og börn í Gautaborg
Kristín Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

