Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 10:08 Frá vettvangi slyssins í Steinsholtsá í gær. Vísir Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn. Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Konan sem lést í slysinu í Steinsholtsá við Þórsmörk í gær flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Tildrög slyssins eru enn óljós. Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru hjónin bandarísk. Þau voru á ferð um svæðið þegar bíll sem þau óku stöðvaði í Steinsholtsá. Töluvert vatn var í ánni. Konan var flutt með þyrlu á Landspítalann og var úrskurðuð látin við komuna þangað.Skýrsla tekin af manninum síðar í dag Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn slyssins miði ágætlega. Skýrslur hafa verið teknar af fólki sem var á svæðinu í gær og kom að slysinu. Sveinn segir líðan mannsins góða eftir atvikum en skýrsla verður tekin af honum síðar í dag. „Hann var kaldur og blautur en óslasaður. Sú heilsa er ágæt, en andleg heilsa væntanlega ekki,“ segir Sveinn. Sveinn segir tildrög slyssins ekki fullkomlega ljós. „Það sem við teljum líklegast er að bíllinn hafi stoppað úti í miðri á og þau reynt að komast í land. Hún missir væntanlega fótanna í ánni og dettur, það er líklegasta skýringin.“Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið.Landakort ehfDánarorsök óljós Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi flaut konan um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Ekki er vitað um dánarorsök konunnar og segir Sveinn að einhverjir dagar séu í að nokkuð verði ljóst í þeim efnum. Hjónin eru bandarísk en ekki hafa fengist upplýsingar um aldur þeirra. Eins og áður sagði voru aðstæðar við ána erfiðar. Sveinn gat ekki sagt til um það hvort fólkið hefði þverað ána á ómerktum stað eða bannsvæði. Þá hafa fleiri bílar fests í ánni á þessum slóðum undanfarin misseri. „Jökulá er náttúrulega síbreytileg. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið flókið að fara yfir hana, sérstaklega núna þegar mikið vatn er í ánni eftir miklar rigningar síðustu daga,“ segir Sveinn.
Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30