Sóttu kindur áður en vonskuveður skellur á minnugir haustinu 2012 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 19:45 Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“ Dýr Landbúnaður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“
Dýr Landbúnaður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira