Ráðherra ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 18:13 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort að nýföllnum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis gegn ríkinu verði áfrýjað. Svandís fundaði með ríkislögmanni nú síðdegis vegna málsins. Héraðsdómur felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Heyrði ýmis sjónarmið, með og á móti Svandís segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir niðurstöðu dómsins. „Ég hef enn ekki tekið afstöðu til áfrýjunar en heyrði ýmis sjónarmið, bæði með og á móti, þannig að ég þarf að taka mér einhvern tíma til að meta þetta mál,“ segir Svandís og gerir ráð fyrir að niðurstaða varðandi áfrýjun muni liggja fyrir á næstu dögum. „Það er mikilvægt og gott að það sé komin botn í þetta mál. Við sjáum með þessum dómi að þetta fyrirkomulag sem hefur verið er ótækt af svo mörgum ástæðum. Bæði þessi gerð af samningum, framkvæmd þeirra og svo sjáum við að tilraunir þriggja ráðherra á samningstímanum til að stýra samningnum virðast hafa verið byggðar á sandi. Það er í raun það sem dómurinn fjallar um.“Þurfa að ræða vernig skuli bregðast við dómnum Svandís segir að bæði Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið þurfi nú að ræða saman um hvernig skuli bregðast við dómnum. Samningurinn renni út um næstu áramót og þurfi að ná saman um annað fyrirkomulag. „Núverandi fyrirkomulag virkar ekki eins og fram kemur í dómnum. Það þarf að ná betur utan um íslenskt heilbrigðiskerfi og ekki síst þennan þátt sem lýtur að kaupum ríkissins á heilbrigðisþjónustu og að það sé í einhverju samræmi við þarfagreiningu og faglegt mat á hverjum tíma. En um leið þarf það að taka mið af fjárlögum. Öll þessi sjónarmið þurfa að vera undir í nýju kerfi,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00