Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. september 2018 16:11 Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær. Bandaríski sjóherinn Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. Ekki var greint frá ferðinni opinberlega fyrirfram og erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um ástæðu ferðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða ferð í boði bandaríska sendiráðsins. Flogið var með tveimur Grumman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Það er athyglisvert í ljósi þess að Reykjavíkurborg hefur bannað allt herflug um Reykjavíkurflugvöll, síðast á flugsýningu í byrjun september. Um er að ræða flota herskipa með flugmóðurskipið USS Harry S. Truman í broddi fylkingar sem er á ferð um Norður-Atlantshaf. Nánar má lesa um skipið og NATO verkefni þess, sem aðallega tengjast samskiptum við Evrópu og Afríku, á vefsíðu bandaríska sjóhersins. Fréttastofa getur staðfest að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar, Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þingmanna um borð í flugmóðurskipi. Flugvélarnar tvær, sem Íslendingarnar flugu með frá Reykjavíkurflugvelli í dag, eru væntanlegar aftur síðdegis. Njáll Trausti birti mynd af annarri flutningavélinni á Facebook í dag. „Farkostur dagsins“ segir Njáll Trausti en frekari skýringar fylgja ekki.Farkostur dagsins. Posted by Njáll Trausti Friðbertsson on Wednesday, September 19, 2018Uppfært klukkan 16:20Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu eftir birtingu fréttarinnar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra væri sömuleiðis með í för ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að neðan má sjá myndband af flugmóðurskipinu.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira