Mun fleiri landsmenn eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir. Tæplega tveir af hverjum þremur hafa áhyggjur af mikilli verðbólgu. Þetta sýnir ný könnun Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins.
Helmingur landsmanna er hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla er lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir en fjórðungur er andvígur slíkum samningum. Fjórðungur er hvorki hlynntur né andvígur.
„Niðurstöður könnunarinnar sýna afdráttarlaust að Íslendingar eru ekki tilbúnir til að fórna ávinningi stöðugs verðlags með launahækkunum sem setja verðbólgu á skrið,“ segir í tilkynningu frá SA.
Stytting vinnutíma er mikilvægasta málið í komandi kjaraviðræðum að mati Íslendinga en því næst koma hófstilltar launahækkanir.
Stöðugt verðlag fremur en launahækkanir
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
