„Við vorum spennt að halda áfram að gera kóramenningu landsins hátt undir höfuð eftir langa baráttu um endurgreiðslu síðasta vetur en því miður voru skráningar dræmar fyrir seríu tvö og því ákveðið að hætta við framleiðslu fyrir þetta haust,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir dagskrástjóri Stöðvar 2 í samtali við Vísi.
Sjá einnig: Sjáðu öll atriðin í lokaþættinum: Kórarnir settu allir í fimmta gír
Kórar Íslands slógu í gegn á Stöð 2 í fyrra en þá tóku tuttugu kórar þátt.
Kór Bólstaðarhlíðarhrepps fór að endingu með sigur af hólmi. Hlaut kórinn að launum ferðavinning að andvirði fjögurra milljóna króna.
Hér að neðan má sjá og heyra eitt vinsælasta myndbandið úr þáttunum á Vísi, Vox Felix að flytja lagið Ég lifi í draumi.