Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:48 Verkfræðingarnir mættu með sérútbúin tæki. Vísir/Jói K. Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43