BBC fjallar um sjúkan og spilltan fótboltaheim í Alsír Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:30 Riyad Mahrez er frægasti fótboltamaður Alsír í dag. Vísir/Getty Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan. Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan.
Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn