BBC fjallar um sjúkan og spilltan fótboltaheim í Alsír Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:30 Riyad Mahrez er frægasti fótboltamaður Alsír í dag. Vísir/Getty Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan. Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan.
Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira