Handbolti

Seinni bylgjan: Vilja leikbann fyrir beint rautt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Leikmenn eiga að fá leikbönn eftir bein rauð spjöld í Olísdeildinni og það á að festa markmenn í markinu. Þetta er mat sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.

Í „Lokaskotinu“ í þætti gærkvöldsins, þar sem Tómas Þór fer yfir stærstu málin hverju sinni með sérfræðingum sínum, spurði hann þá Loga Geirsson og Gunnar Berg Viktorsson hver skoðun þeirra væri á því að markmaðurinn sé tekinn út til þess að fjölga í sókn.

„Mér fannst þetta frábært til að byrja með, en núna finnst mér menn taka vitlausar ákvarðanir þegar þeir eru komnir inn í sóknina,“ sagði Gunnar Berg.

Logi var með sterka skoðun á málinu. „Ég myndi vilja festa markmanninn í markinu, alveg klárlega.“

„Mér finnst búið að minnka vægi tveggja mínútna brottvísunar. Þetta hefur áhrif á aðra leikþætti svo ég myndi vilja festa markmenn í markinnu og hætta þessu. Fyrir utan hvað þetta er hundleiðinlegt.“

Sérfræðingarnir ræddu einnig rauðu spjöldin, en fjölmörg rauð spjöld fóru á loft í fyrstu tveimur umferðunum.

„Þessi rauðu spjöld, það sem af er, eru rétt,“ sagði Gunnar Berg. „Þeir eiga að taka hart á brotum þar sem menn lenda með hnakkann í jörðinni og andlitshöggum. Mér finnst eiga að vera meiri refsing fyrir það.“

„Ég er sammála því,“ tók Logi undir. „Leikbann.“

„Þetta er stórhættulegt. Nú fylgist ég mjög vel með handbolta út um alla Evrópu og ég er hættur að sjá þetta. Menn eru að keyra í menn í loftinu, beint rautt og leikbann. Ég vona að það verði tekið á þessu þannig.“


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Þessi brot sjást ekki annars staðar í Evrópu

Leonid Mykhailiutenko, leikmaður Akureyri handboltafélags, var rekinn út af í fyrri hálfleik í leik Akureyrar og Selfoss í Olísdeild karla í gær. Þetta var annar leikurnn í röð þar sem Mykhailiutenko er rekinn út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×