Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni.

Eftir andlát föður hennar í fyrra hafi því „allt breyst. Þetta er ekki eins án hans,“ skrifar Sara.
Hún hafi varið síðustu mánuðum í Zürich, þar sem hún rekur sambærilegt japanskt tehús.
Daglegur rekstur Kumiko hafi verið í höndum yfirbakarans, sem nú þarf að róa á önnur mið.
Án bakarans segir Sara að hún sjái sér ekki fært að reka Kumiko „með afslöppuðum hætti“ frá Sviss sem ennfremur ýtti undir ákvörðun hennar um að loka staðnum.
Nánari upplýsingar um Grandagarð 101 má nálgast á fasteignavef Vísis.





