Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2018 11:15 Nágrannadeilurnar hafa varið fram og til baka í dómskerfinu. Fréttablaðið/ernir Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira