Á annað hundrað eru látnir eftir að tvær af stærstu ám Nígeríu hafa flætt yfir bakka sína á síðustu dögum. Talsmaður almannavarna í Nígeríu segir að gríðarmikil úrkoma síðustu daga hafi leitt til að bæði Níger-fljót og Benue-fljót hafi flætt yfir bakka sína.
Í frétt BBC kemur fram að nígerísk stjórnvöld hafi hvatt íbúa við árnar að flýja hættusvæðin. Þúsundir hafi þegar flúið heimili sín í landinu miðju og sunnanverðu og þá sé ljóst að margir sjái fram á mikinn uppskerubrest.
Nígerísk stjórnvöld íhuga nú að lýsa yfir neyðarástandi í landinu þar sem von sé á frekari úrkomu og flóðum.
Flóð sem þessu er tíð í landinu og hefur slæmu borgarskipulagi verið kennt um ásamt slæmum fráveitukerfum og stíflum í vatnsfarvegum.
Rúmlega hundrað látnir í flóðum í Nígeríu
Atli Ísleifsson skrifar
