Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Öryrkjabandalagið hefur lengi mótmælt ýmiss konar skerðingum sem félagsmenn verða fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
„Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira