Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Öryrkjabandalagið hefur lengi mótmælt ýmiss konar skerðingum sem félagsmenn verða fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira