Þurfa að greiða virðisaukaskatt af skildingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 07:30 Mynt áþekk þeirri sem deilt var um. NORDICPHOTOS/GETTY Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Tollstjóra um að einstaklingar þurfi að greiða virðisaukaskatt af innfluttri eins dollars mynt. Báðir aðilar töldu að um söfnunargrip væri að ræða en eigendur myntarinnar sögðu hana vera góðan og gildan gjaldmiðil. Atvik málsins eru þau að í fyrra flutti fólkið inn svokallaða „American Silver Eagle Bullion“ silfurmynt. Myntin er frábrugðin venjulegum myntum að því leyti að hún er gerð úr 31 grammi af nær hreinu silfri. Venjuleg mynt er hins vegar gerð úr blöndu af kopar, sinki, nikkeli og mangani. Að baki ákvörðun Tollstjóra lá sú staðreynd að myntin væri gefin út í takmörkuðu upplagi árlega og færi ekki í almenna umferð líkt og hefðbundinn skildingur. Myntir sem þessar gengju kaupum og sölum á netinu og væri kaupverðið margfalt nafnvirði myntarinnar. Af þeim sökum bæri að greiða 24 prósenta virðisaukaskatt af innflutningi hennar. Þessu undi fólkið ekki og kærði málið til YSKN. Byggði það á því að myntin hefði verið keypt í fjárfestingarskyni til að byggja upp sparnað sem nýta mætti sem gjaldmiðil í viðskiptum. Ekki stæði til að eiga myntina sem safngrip. Á þetta féllst YSKN ekki og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Tollstjóra um að einstaklingar þurfi að greiða virðisaukaskatt af innfluttri eins dollars mynt. Báðir aðilar töldu að um söfnunargrip væri að ræða en eigendur myntarinnar sögðu hana vera góðan og gildan gjaldmiðil. Atvik málsins eru þau að í fyrra flutti fólkið inn svokallaða „American Silver Eagle Bullion“ silfurmynt. Myntin er frábrugðin venjulegum myntum að því leyti að hún er gerð úr 31 grammi af nær hreinu silfri. Venjuleg mynt er hins vegar gerð úr blöndu af kopar, sinki, nikkeli og mangani. Að baki ákvörðun Tollstjóra lá sú staðreynd að myntin væri gefin út í takmörkuðu upplagi árlega og færi ekki í almenna umferð líkt og hefðbundinn skildingur. Myntir sem þessar gengju kaupum og sölum á netinu og væri kaupverðið margfalt nafnvirði myntarinnar. Af þeim sökum bæri að greiða 24 prósenta virðisaukaskatt af innflutningi hennar. Þessu undi fólkið ekki og kærði málið til YSKN. Byggði það á því að myntin hefði verið keypt í fjárfestingarskyni til að byggja upp sparnað sem nýta mætti sem gjaldmiðil í viðskiptum. Ekki stæði til að eiga myntina sem safngrip. Á þetta féllst YSKN ekki og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira