Íslendingaliðin Start og Brommapojkarna unnu afar mikilvæga sigra í botnbaráttunni í norsku og sænsku úrvalsdeildunum.
Kristján Flóki Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem vann 1-0 sigur á Djurgården á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni.
Eftir sigurinn er Bromma komið úr fallsæti þar sem liðið hefur verið nánast allt tímabilið. Nú er liðið í þrettánda sætinu með 19 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Í Noregi hafði Aron Sigurðarson betur gegn Arnóri Smárasyni í Íslendingaslag er Start vann 3-0 sigur á Lilleström.
Start var komið í 2-0 eftir 20 mínútur og Lilleström fékk svo rautt spjald skömmu fyrir annað markið. Þriðja markið kom svo á 78. mínútu.
Aron var ónotaður varamaður en Arnór Smárason var tekinn af velli á 81. mínútu. Start er í 14. sætinu, umspilssæti, með 20 stig en Lilleström er sæti neðar með 19 stig.
Emil Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord og nældi sér í gult spjald er liðið gerði 1-1 jafntefli við Bodo/Glimt á heimavelli í norsku deildinni.
Sandefjord er á botninum með þrettán stig, sjö stigum frá öruggu sæti er átta leiki eru eftir af deildinni.

