Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarlið Norrköping og lék allan leikinn á miðjunni þegar liðið fékk topplið AIK í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik gerði Simon Thern út um leikinn með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks og kom Norrköping í 2-0.
Þessu náði topplið AIK ekki að svara og mikilvægur heimasigur Guðmundar og félaga staðreynd.
Norrköping er í 3.sæti deildarinnar og er nú sex stigum á eftir AIK. Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekk AIK.
Gummi Tóta og félagar lögðu toppliðið
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti



„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
