Krefjast breytinga á bótakerfinu: Stjórnvöld verði að mæta kröfum launafólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 13:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn. Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.
Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira