Þegar Florence náði landi urðu mikil flóð með strandlengju Norður-Karólína en farið að flæða inn með landinu. Ár flæða yfir bakka sína og skyndiflóð hafa orðið víða. Þá er talið að ástandið muni versna í báðum Karólínuríkjunum á næstu dögum vegna þeirrar gífurlegu rigningu sem fylgt hefur Florence.
Sérfræðingar óttast að flóð í ám muni slá met og hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín. Talið er mögulegt að skemmdirnar vegna Florence verði þær mestu í sögu Norður-Karólínu.
Rigningin hefur víða mæst rúmlega 60 sentímetrar og er búist við um 45 sentímetrum til viðbótar í dag.
Samkvæmt CNN er talið að flóðin mun iekki ná hámarki fyrr en eftir þrjá til fimm daga. Ökumenn hafa verið beðnir um að sneiða alfarið fram hjá Norður-Karólínu af ótta við að margir þeirra muni sitja fastir á vegum ríkisins vegna flóða.
Sömuleiðis stafar mikil ógn af aurskriðum og þá sérstaklega fjalllendu svæði í vesturhluta Norður-Karólínu og í Virgníu.