Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 11:59 Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Vísir/AP Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt. Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. Rannsóknarstöð þessi hefur meðal annars unnið að rannsóknum á taugaeitrinu sem notað var í árásinni á Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í Salisbury í mars. Rússarnir tveir lentu á ratsjám yfirvalda í mars, samkvæmt embættismönnum í Sviss. Þá hófst sameiginleg rannsókn Hollendinga, Svisslendinga og Breta. New York Times segir rannsakendur hafa komist að því að njósnararnir hafi ætlað sér að ráðast á rannsóknarstöðina og þeir hafi verið gómaðir í Hollandi með búnað til tölvuárása.Þeim var svo vikið frá Hollandi. Rannsóknarstofan sem um ræðir heyrir undir Varnarmálaráðuneyti Sviss en er notuð af fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum og þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Hún var ein af tveimur stöðvum sem Efnavopnastofnunin notaði til að greina eitrið sem notað var í Salisbury. Komist var að þeirri niðurstöðu að um taugaeitrið Novichok hefði verið að ræða, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna. Rannsóknarstofan hefur einnig verið notuð til að greina sýni frá Sýrlandi úr efnavopnaárás stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, nærri Damascus árið 2013. Rúmlega þúsund manns dóu í árásinni en Rússar hafa staðið við bakið á Assad í átökunum þar í landi. Talsmaður rannsóknarstofunnar segir hana hafa orðið fyrir nokkrum tölvuárásum að undanförnu. Hins vegar sé tölvukerfi þeirra öruggt.
Holland Rússland Sviss Taugaeitursárás í Bretlandi Tölvuárásir Tengdar fréttir Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17
Rússar reiðir yfir ásökunum Breta Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, segir rangt að Pútín beri ábyrgð á eitrun fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu, eins og yfirvöld Bretlands segja. 6. september 2018 14:28