Katrín varar við því að brátt verði of seint að grípa til loftlagsaðgerða Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2018 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld. Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Forsætisráðherra segir komið til móts við tekjulágar fjölskyldur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Uppbygging og rekstur heilbrigðiskerfisins sé styrkt, átak gert í geðheilbrigðismálum og áfram unnið að lækkun kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þá séu verulegir fjármunir settir í umhverfismálin enda sé að verða of seint að grípa til nauðsynlegra aðgerða í loftlagsmálum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór yfir helstu forsendur fjárlagafrumvarpsins í framhaldi fyrstu umræðu um frumvarpið á Alþingi í morgun. Hún sagði mikla niðurgreiðslu skulda ríkissjóðs á undanförnum misserum mikilvægan áfangi í endurreisn efnahagskerfisins eftir hrun. Ríkisstjórnin tækist engu að síður á við ýmsar áskoranir og hafi einsett sér að ráðast í uppbyggingu samfélagslegra innviða sem ekki hafi fylgt efnahagsbatanum. Katrín nefndi heilbrigðismálin sérstaklega og þar með aukið fé til uppbyggingar Landsspítalans og rekstur heilbrigðiskerfisins og aukið fé til geðheilbrigðismála þar sem mikilvægt væri að horfa til framtíðar. Þá verði áfram unnið að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. „Þær ráðstafanir sem lagðar eru til í skatta- og bótamálum, þótt vafalaust finnist einhverjum ekki nægjanlega langt gengið, miða allar að því að styrkja stöðu tekjulágra og lægri millitekjuhópa. Þar munar kannski mest um aukningu barnabóta til tekjulágra barnafjölskyldna,” segir Katrín. Þá gerði forsætisráðherra umhverfismálin að umræðuefni þar sem straumhvörf hafi orðið í fjárveitingum. „Það er nú svo ef við förum ekki að fjárfesta í loftlagsmálum þá verður það hreinlega of seint að gera eitthvað í loftlagsmálum. Það er gríðarlega mikilvægt að við forum að bregðast við núna. Til þess að við náum annars vegar að uppfylla skuldbindingar Parísar samkomulagsins um minni losun og við vitum að ef við náum því ekki er það ekki bara alvarlegt mál á heimsvísu heldur er það líka risastórt efnahagsmál,” sagði forsætisráðherra. Því ef Íslendingar uppfylli ekki þessi skilyrði þurfi að greiða fyrir það dýrum dómum. Þingmenn gáfu andsvör við ræðu Katrínar eins og þeir munu gera í allan dag við ræður einstakra fagráðherra í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera til að auka eignajöfnuð í landinu þar sem lítill hópur yki stöðugt eignir sínar á kostnað alls almennings. Katrín sagði tekjujöfnuð mikinn á Íslandi miðað við önnur lönd og stigin hafi verið skref til að auka eignajöfnuð. „Það er alveg rétt að í þessu fjárlagafrumvarpi eru ekki lagðar til breytingar á fjármagnstekjuskatti. Enda var hann hækkaður um tíu prósent í síðasta fjárlagafrumvarpi. Úr tuttugu prósentum í tuttugu og tvö prósent. Sú vinna stendur hins vegar yfir að meta þennan skattstofn til samanburðar til að mynda við önnur ríki. Hvort við metum að þetta sé nægjanlegt. Því það hefur lengi verið rifist um hvort þetta sé sambærileg skattlagning og skattstofn. Þeirri vinnu er ekki lokið,” segir Katrín Jakobsdóttir. Reiknað er með að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki seint í dag eða í kvöld.
Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira