Fékk Ólympíubronsið sitt tíu árum of seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 17:00 Kelly Sotherton með bronsverðlaunin sín. Vísir/Getty Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty Ólympíuleikar Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira