Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:48 Frá höfuðstöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu. Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði hættu sem fyrrverandi njósnarar sem búa í Bandaríkjunum standa frammi fyrir eftir að eitrað var fyrir rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal á Bretlandi fyrr á þessu ári. Útsendarar rússneskra stjórnvalda hafa þefað uppi Rússa sem hafa gerst uppljóstrarar fyrir Bandaríkin. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í bænum Salisbury á Englandi í mars. Bresk stjórnvöld saka rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu og birtu nýlega upplýsingar um tvo rússneska menn sem þau fullyrða að hafi borið eitrið á hurðarhún á húsi Skrípal. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna á sínum tíma en hóf gagnnjósnir fyrir Breta. Hann var dæmdur í heimalandinu en var síðar sleppt í fangaskiptum við Bandaríkin og komið fyrir á Bretlandi.New York Times segir að tilræðið gegn Skrípal hafi orðið bandarísku leyniþjónustunni tilefni til að íhuga öryggi rússneskra uppljóstrara sinna sem búa í Bandaríkjunum og njóta verndar bandarískra yfirvalda. Leyniþjónustumenn hafi nú farið yfir öryggisráðstafanir fyrir alla rússneska uppljóstrara og metið hversu auðvelt væri að hafa uppi á þeim í gegnum samfélagsmiðla, ættingja og fleira.Fylgdust með mögulegum tilræðismanni fyrir nokkrum árum Blaðið nefnir dæmi um bandaríska leyniþjónustan hafi orðið vör við mögulegan launmorðingja rússneskra stjórnvalda á Flórída fyrir um fjórum árum. Hann hafi nálgast heimili eins mikilvægasta uppljóstrara leyniþjónustunnar CIA sem hafði verið komið fyrir á laun á þar. Grunaði launmorðinginn hafi einnig farið til annarrar borgar þar sem ættingjar uppljóstrarans bjuggu. Óttaðist leyniþjónustan að rússnesk stjórnvöld hefðu skipað fyrir um uppljóstrarinn yrði myrtur. Deildar meiningar hafi þó verið uppi innan alríkislögreglunnar FBI um hvort að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri svo kræfur að fyrirskipa launmorð í Bandaríkjunum. Pútín er talinn leggja fæð á liðhlaupa úr leyniþjónustunni sem aðstoða vestræn ríki. Hann hefur opinberlega sagt að þeir muni alltaf þurfa að vera varir um sig. Bandaríska leyniþjónustan hefur talið að Pútín væri samt ekki tilbúinn að láta myrða liðhlaupa í Bandaríkjunum. Eftir tilræðið gegn Skrípal á Bretlandi sé ekki lengur hægt að útiloka þann möguleika. Uppljóstraranum á Flórída og öðrum til viðbótar var komið fyrir annars staðar eftir uppákomuna fyrir fjórum árum. Leyniþjónustan telur að líf þeirra séu í hættu.
Bandaríkin Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35