Gert ráð fyrir 300 milljónum í kostnað og ráðgjöf við þyrlukaup Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Það mun kosta sitt að endurnýja þyrluflota LHG. Vísir/Vilhelm „Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira