Gert ráð fyrir 300 milljónum í kostnað og ráðgjöf við þyrlukaup Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Það mun kosta sitt að endurnýja þyrluflota LHG. Vísir/Vilhelm „Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira