Elmar sagði upp hjá Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 10:17 Elmar Hallgríms Hallgrímsson ætlar að leita á ný mið eftir eftirminnileg tvö og hálft ár hjá Torgi og 365. Vísir/Vilhelm Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur látið af störfum hjá Torgi ehf. sem rekur Fréttablaðið. Þetta staðfestir Elmar í samtali við Vísi. Elmar kvaddi samstarfsfólk sitt hjá fyrirtækinu í gær en hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í á þriðja ár. Breytingin er ein nokkurra á skömmum tíma. Álfrún Pálsdóttir er hætt sem ritstjóri Glamour og þá hyggur Fréttablaðið á flutninga skrifstofa sinna í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið Hafnartorg á næstum vikum. Elmar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 í mars 2016. Eftir kaup Vodafone á stærstum hluta 365 í lok árs í fyrra var Elmar með marga bolta á lofti sem stjórnandi hjá Torgi. Var hann yfir auglýsingasölu, sérblöðunum og sömuleiðis markaðsmálum um tíma. „Þetta hafa verið frábærir tímar og skemmtileg ævintýri. En nú er tími til að leita á ný mið,“ segir Elmar í samtali við Vísi en hann sagði upp störfum í sumar. Ekki ráðið í staðinn Eftir því sem Vísir kemst næst stendur ekki til að ráða í staðinn fyrir Elmar en verkefnum hans verður dreift á annað starfsfólk. Mun Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins og fyrrverandi aðalritstjóri, taka við sérblöðunum og Jóhanna Helga Viðarsdóttir við auglýsingadeildinni. Eftir breytingarnar er framkvæmdastjórn Fréttablaðsins skipuð þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, forstjóra Torgs sem á um 90% hlut í Torgi í gegnum félög sín, Kristínu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur og Sigrúnu Sigurjónsdóttur fjármálastjóra Torgs. Þetta kom fram í skipuriti sem var sent starfsfólki í gær. Fréttablaðið mun í október flytja skrifstofur sínar úr Skaftahlíð og á Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Starfsmenn fóru í skoðunarferð í nýju húsakynnin á föstudag. Þá kveður annar starfsmaður Torgs í dag en Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, hefur ritstýrt sínu síðasta blaði. Álfrún var lengi blaðamaður á Fréttablaðinu en leitar nú sömuleiðis á ný mið. Ekki liggur fyrir hver tekur við ritstjórn Glamour en Sunna Karen Sigurþórsdóttir, einn fjögurra ritstjóra Fréttablaðsins, mun stýra tímaritinu tímabundið hið minnsta. Þúsundþjalasmiður Óhætt er að segja að Elmar sé þúsundþjalasmiður eins og fram kom í tilkynningu þegar hann var ráðinn til 365 á sínum tíma. Hann er með LL.M gráðu frá University of Pennsylvania og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur lokið meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfasviðskiptum og hafa leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður. Þá var hann lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann hefur kennt m.a. fjármál, lögfræði, samningatækni, sáttamiðlun, viðskiptasiðfræði og stjórnarhætti fyrirtækja. Elmar hefur einnig undanfarið starfað hjá Arion banka og sem þjálfari hjá Dale Carnegie. Þá hefur Elmar m.a. setið í stjórn Samkeppniseftirlitsins, LÍN og ýmissa lífeyrissjóða.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55 Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins Ritstjórar Fréttablaðsins verða alls fjórir. 6. júní 2018 12:55
Elmar ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 Elmar Hallgríms Hallgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá 365. 11. mars 2016 12:21