Yrkir ádrepur af ýmsu tagi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. september 2018 08:00 Helgi yrkir bæði í baði og á hjóli, enda hefur hann ekkert annað að gera á meðan, að eigin sögn. Vísir/Eyþór Þetta eru ádrepur og ádeilur af ýmsum toga, þar á meðal stjórnmálalegum, en þó ekki einungis. Mér finnst dálítið gaman að eiga einhvers staðar í kvæðaformi vissa atburði líðandi stundar sem urðu að dægurþrasi eða dægurflugum og hurfu svo nánast út í vindinn.“ Þannig lýsir Helgi Ingólfsson, sögukennari í MR, efni nýrrar bókar sem var að koma út eftir hann. Kver um kerskni og heimsósóma heitir hún og er í bundnu máli. Hann yrkir undir hefðbundnum bragarháttum. Sléttubönd, hvað þá annað. „Ég er samt ekkert pæla mikið í þeim fræðum. Ef maður lærir eitthvað af lausavísum og kvæðum þá kemur tilfinningin sjálfkrafa. Þetta er bara þjálfun,“ útskýrir hann. Helgi kveðst hafa lært mikið af ljóðum á sínum tíma. „Þegar ég var í barnaskóla og gagnfræðaskóla þurfti ég að læra reiðinnar býsn utanbókar og hef ekki séð eftir því, það hefur nýst mér.“ Ekki kveðst hann fullyrða að hann geri vísu á hverjum degi. „En ef ég fer í bað þá hef ég ekkert annað að gera en yrkja, ég ferðast líka mikið á hjóli og það sama gildir þar.“ Ég hef orð á að eitt ljóðið í bókinni heiti líka Reiðhjólakviða. „Já, hún á ekki síður við um mig en þann sem ort er um þar (Hjálmar). Svo er auðvitað töluvert af þessu pólitískt heimsósómaraus þar sem ég reyni að skjóta á menn í öllum flokkum. Það helgast dálítið af því hverjir hafa setið við stjórnvölinn á síðustu árum. Ég held ég eigi ekki vin í neinum stjórnmálaflokki lengur.“ Þetta er fimmtánda bók Helga frá árinu 1994. Þess má geta að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar er þau voru veitt í fyrsta sinn, það ár. Flestar bækur hans eru skáldsögur. Þetta er ljóðabók númer tvö. „Eins og þú sérð þá nær þessi bók frá 2014 til 2018. Það mætti halda að þar væri verið að minnast hundrað ára afmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar sem stóð frá 1914 til 1918. Kannski kemur næsta bók af þessum toga 2039 til 2045, það yrði þá seinni heimsstyrjöldin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Þetta eru ádrepur og ádeilur af ýmsum toga, þar á meðal stjórnmálalegum, en þó ekki einungis. Mér finnst dálítið gaman að eiga einhvers staðar í kvæðaformi vissa atburði líðandi stundar sem urðu að dægurþrasi eða dægurflugum og hurfu svo nánast út í vindinn.“ Þannig lýsir Helgi Ingólfsson, sögukennari í MR, efni nýrrar bókar sem var að koma út eftir hann. Kver um kerskni og heimsósóma heitir hún og er í bundnu máli. Hann yrkir undir hefðbundnum bragarháttum. Sléttubönd, hvað þá annað. „Ég er samt ekkert pæla mikið í þeim fræðum. Ef maður lærir eitthvað af lausavísum og kvæðum þá kemur tilfinningin sjálfkrafa. Þetta er bara þjálfun,“ útskýrir hann. Helgi kveðst hafa lært mikið af ljóðum á sínum tíma. „Þegar ég var í barnaskóla og gagnfræðaskóla þurfti ég að læra reiðinnar býsn utanbókar og hef ekki séð eftir því, það hefur nýst mér.“ Ekki kveðst hann fullyrða að hann geri vísu á hverjum degi. „En ef ég fer í bað þá hef ég ekkert annað að gera en yrkja, ég ferðast líka mikið á hjóli og það sama gildir þar.“ Ég hef orð á að eitt ljóðið í bókinni heiti líka Reiðhjólakviða. „Já, hún á ekki síður við um mig en þann sem ort er um þar (Hjálmar). Svo er auðvitað töluvert af þessu pólitískt heimsósómaraus þar sem ég reyni að skjóta á menn í öllum flokkum. Það helgast dálítið af því hverjir hafa setið við stjórnvölinn á síðustu árum. Ég held ég eigi ekki vin í neinum stjórnmálaflokki lengur.“ Þetta er fimmtánda bók Helga frá árinu 1994. Þess má geta að hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar er þau voru veitt í fyrsta sinn, það ár. Flestar bækur hans eru skáldsögur. Þetta er ljóðabók númer tvö. „Eins og þú sérð þá nær þessi bók frá 2014 til 2018. Það mætti halda að þar væri verið að minnast hundrað ára afmælis fyrri heimsstyrjaldarinnar sem stóð frá 1914 til 1918. Kannski kemur næsta bók af þessum toga 2039 til 2045, það yrði þá seinni heimsstyrjöldin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira