Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi traust á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem líklega næði aldrei jafnmiklum hæðum og rétt fyrir hrun, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Hún lagði einnig mikla áherslu á hraðar samfélagsbreytingar á tímum „fjóru iðnbyltingarinnar“ svokölluðu og sagðist jafnframt bjartsýn á að breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld og fylgjast má með umræðunum í beinni útsendingu hér á Vísi. Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún ræddi baráttu gegn kynferðisofbeldi, heilbrigðismál og samgöngumál, svo fátt eitt sé nefnt, og sagði ríkisstjórnina hafa ráðist í nauðsynlega uppbyggingu þessara samfélagslegu innviða frá fyrsta degi. Þörfin sé brýn, enda geri spár ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum.Arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í þjóðarsjóð Þá kom einnig fram í ræðu Katrínar að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson muni leggja fram frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Sjóðurinn verði eitt af lykilmálum ríkisstjórnarinnar og þar sé ætlunin að setja arðgreiðslur frá orkufyrirtækjum í eigu ríkisins. „Annars vegar til að leggja fyrir til framtíðar en hins vegar til að ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila og til að styrkja rannsóknir og nýsköpun.“ Um önnur efnahagsleg verkefni ríkisstjórnarinnar sagði Katrín að nefnd um endurskoðun peningastefnunnar hafi skilað af sér í júní síðastliðnum. Í framhaldi af þeirri vinnu hyggst Katrín leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann eftir áramót.280 bókstafir Trumps á Twitter og valdajafnvægi Í lok stefnuræðunnar ræddi Katrín sérstaklega traust á stjórnmál á tímum mikilla samfélagsbreytinga, nýrra miðla og þróunar í upplýsingastreymi. „Ljóst er að traust á stjórnmálum og stjórnsýslu dvínaði skarpt eftir hrun. Þetta traust hefur farið heldur vaxandi án þess að jafnast á við það sem áður var. Líklega verður traust á stjórnmálum og stjórnsýslu aldrei jafn mikið og það var skömmu fyrir hrun,“ sagði Katrín. Með samfélagsmiðla og breytingar á stjórnmálaumræðu til hliðsjónar minntist Katrín á annan þjóðarleiðtoga, Donald Trump, Bandaríkjaforseta. „Þegar slík umskipti verða á miðlaumhverfinu má rifja það upp að því hefur verið haldið fram að miðillinn sníði skilaboðin að sér. Við sjáum þetta víða í nútímanum, jafnvel á sviði alþjóðasamskipta, þar sem valdamesti maður heims, sjálfur Bandaríkjaforseti, setur fram stefnu gagnvart öðrum ríkjum með 280 bókstöfum á Twitter. Eins og við þekkjum úr sögunni þá geta slík umskipti breytt miklu um valdajafnvægið í samfélaginu.“Bjartsýn á samstöðu um stjórnarskrárbreytingar Að síðustu boðaði Katrín endurskoðun stjórnarskrárinnar og sagði formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað nokkrum sinnum um málið. „Þetta hafa verið góðir fundir og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn á að breið samstaða skapist um breytingar á stjórnarskrá sem vísa veginn til framtíðar fyrir íslenskt samfélag.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00