Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:17 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir Aðsend Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára. Vistaskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára.
Vistaskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira