Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 14:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Sigríður Á. Andersen og þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu skýrslu í Héraðsdómi í Reykjavík í gær þegar kröfur tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt um skaðabótaskyldu á hendur ríkinu voru teknar fyrir þar. Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Jón Höskuldsson, héraðsdómari, krefjast þess að íslenska ríkið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna skipunar dómsmálaráðherra á dómurum við Landsrétt. Þeir voru á meðal fjögurra umsækjenda sem hæfnisnefnd lagði til að yrðu skipaðir en ráðherrann skipti út. Mál Eiríks og Jóns voru flutt samhliða fyrir héraðsdómi í gær. Auk Sigríðar dómsmálaráðherra gáfu Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, skýrslu fyrir dómnum. Búist er við því að niðurstaða liggi fyrir í málinu innan fjögurra vikna. Ríkið var sýknað af kröfu tveggja umsækjenda í desember Upphaflega sóttu 33 um embætti dómara við nýja dómstigið Landsrétt sem tók til starfa í byrjun þessa árs. Hæfisnefnd mat umsækjendurna og taldi fimmtán hæfasta til að verða fyrir valinu. Dómsmálaráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á þeim lista þegar hún lagði tillögu sína um dómaraefni fyrir Alþingi. Auk Eiríks og Jóns skipti dómsmálaráðherra þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hæstaréttarlögmönnum, út af lista hæfisnefndarinnar. Af þeim fjórum var Eiríkur hæstur, í sjöunda sæti. Ástráður og Jóhannes Rúnar stefndu ríkinu í fyrra. Lauk málinu í Hæstarétti í desember með þeirri niðurstöðu að ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Þeim voru hins vegar dæmdar 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar. Hæstiréttur vísaði meðal annars til þess, þegar ríkið var sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, að Ástráður og Jóhannes hefðu ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Þeir kusu að framvísa ekki skattframtölum kröfu sinni til stuðnings. Í kjölfar dóms Hæstaréttar ákvað Jón Höskuldsson að stefna ríkinu þar sem hann teldi „ótvírætt að hann ætti kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna þessara brota og valdníðslu“. Jón sagðist í stefnu sinni telja tjónið nema mismunum launa, lífeyrisréttinda og annarra launatengdra réttinda dómara við Landsrétt annars vegar og héraðsdómara hins vegar. Hann krefst þess að fá muninn greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30