Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:16 Hannes Þór Halldórsson vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira