Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:57 Sverrir Ingi í baráttu við Romelu Lukaku í kvöld. Vísir/Vilhelm „Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
„Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00