Leclerc til Ferrari og Raikkonen til Sauber Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2018 06:00 Raikkonen er kominn til Sauber. vísir/getty Hinn tvítugi Mónakóbúi Charles Leclerc mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili. Charles mun skipta um sæti við Kimi Raikkonen sem fer frá þeim rauðklæddu yfir til Sauber. Raikkonen er síðasta ökumaðurinn til að vinna titil ökuþóra með Ferrari, það gerði Finninn árið 2007. Kimi skrifaði undir tveggja ára samning við Sauber liðið sem þýðir að Ísmaðurinn verður hjá liðinu til 40 ára aldurs. Raikkonen byrjaði feril sinn í Formúlu 1 hjá svissneska liðinu árið 2001. „Það er frábært að vera kominn aftur í liðið sem þetta byrjaði allt með,” sagði Kimi um liðaskiptin. Charles Leclerc hefur verið í Ferrari akademíunni síðastliðin ár og er himinlifandi með fréttirnar. „Draumar verða að veruleika,” sagði Mónakóbúinn á Twitter-síðu sinni í morgun. Leclerc minntist einnig á góðan vin sinn sem var einnig í akademíunni, Jules Bianchi sem lést árið 2015 eftir harðan árekstur í japanska kappakstrinum árið áður. Ferrari vonar að Charles verði næsta stjarna liðsins en fjölmargir ökumenn hafa hrósað aksturssstíl Leclerc. Hinn tvítugi Leclerc byrjaði í Formúlu 1 í vor eftir að hafa unnið titil í GP2 í fyrra. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa með Sauber og verður gaman að sjá hann undir stýri í toppslagnum á næsta ári. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Hinn tvítugi Mónakóbúi Charles Leclerc mun aka fyrir Ferrari á næsta tímabili. Charles mun skipta um sæti við Kimi Raikkonen sem fer frá þeim rauðklæddu yfir til Sauber. Raikkonen er síðasta ökumaðurinn til að vinna titil ökuþóra með Ferrari, það gerði Finninn árið 2007. Kimi skrifaði undir tveggja ára samning við Sauber liðið sem þýðir að Ísmaðurinn verður hjá liðinu til 40 ára aldurs. Raikkonen byrjaði feril sinn í Formúlu 1 hjá svissneska liðinu árið 2001. „Það er frábært að vera kominn aftur í liðið sem þetta byrjaði allt með,” sagði Kimi um liðaskiptin. Charles Leclerc hefur verið í Ferrari akademíunni síðastliðin ár og er himinlifandi með fréttirnar. „Draumar verða að veruleika,” sagði Mónakóbúinn á Twitter-síðu sinni í morgun. Leclerc minntist einnig á góðan vin sinn sem var einnig í akademíunni, Jules Bianchi sem lést árið 2015 eftir harðan árekstur í japanska kappakstrinum árið áður. Ferrari vonar að Charles verði næsta stjarna liðsins en fjölmargir ökumenn hafa hrósað aksturssstíl Leclerc. Hinn tvítugi Leclerc byrjaði í Formúlu 1 í vor eftir að hafa unnið titil í GP2 í fyrra. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa með Sauber og verður gaman að sjá hann undir stýri í toppslagnum á næsta ári.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira