Framlög til embættis forseta Íslands lækka um nítján milljónir króna í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019. Mun ríkissjóður leggja embættinu til 360 milljónir króna árið 2019.
Lækkar fjárheimildin til embættisins um 19 milljónir króna vegna niðurfellingar tímabundins framlags að fjárhæð fimmtán milljóna króna vegna opinberra heimsókna, meðal annars í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og aðhaldskröfu sem er fjórar milljónir króna.
Framlög til embættis forseta Íslands lækka
Birgir Olgeirsson skrifar
