Ágústa Eva og Gunni gefa út lag í minningu Lofts Gunnarssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 12:30 Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda bandið Sycamore Tree. Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið. Tónlist Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson í hljómsveitinni Sycamore Tree hafa gefið út lagið The Street en lagið er samið í minningu Lofts Gunnarssonar og helga þau laginu baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík. Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu og hann lést 32 ára gamall úr magasári. „Það er auðvelt að líta fram hjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma. Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi,“ segir Gunni. „Það á engin að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leiti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð.“ Loftur Gunnarsson var mágur Gunna. Lagið The Street er samið um hann og fjallar um síðustu andartökin í lífi hans. Flutningurinn og myndbandið er tekið upp í einni töku. „Við vildum með þeim hætti ná eins hreinni tilfinningu og hægt er augnablikin sem það var flutt.“ Loftur Gunnarsson hefði átt afmæli í dag þann 11. september. Hér að neðan má sjá myndbandið og lagið.
Tónlist Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira