Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. Í mjúkri útgöngu felst áframhaldandi aðild að tollabandalaginu og innri markaði ESB gegn ýmsum málamiðlunum. Þessu hélt Steve Baker, fyrrverandi vararáðherra útgöngumála, fram í gær. Baker sagði af sér fyrr á árinu vegna andstöðu sinnar við stefnuna. Í síðustu viku lýsti Boris Johnson, sem hætti í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu, stefnu May sem sjálfsmorðssprengjuvesti um bresku stjórnarskrána. Íhaldsflokkurinn heldur landsfund um mánaðamótin. Baker sagðist í gær óttast að útkoma fundarins verði sú að May ætli að ná sínu fram með aðstoð þingmanna Verkamannaflokksins. „Þá held ég að samninganefnd ESB myndi sjá það vel að Íhaldsflokkurinn hefði klofnað í herðar niður.“ Íhaldsflokkurinn hefur 316 þingmenn á þinginu. 326 myndu teljast meirihluti en flokkurinn nýtur stuðnings norðurírska DUP-flokksins og skríður þannig yfir þröskuldinn. Ef áttatíu Íhaldsmenn kysu gegn May er ljóst að hún þyrfti að reiða sig á stjórnarandstöðuna. Rúmt hálft ár er í útgöngudag, 29. mars. Þótt tiltölulega stuttur tími sé til stefnu er enn margt óljóst um hvernig útgöngu verður háttað. Enginn endanlegur samningur hefur verið gerður og í ljósi óánægjunnar innan Íhaldsflokksins er ekki víst hvort May myndi ná slíkum samningi í gegnum þingið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. Í mjúkri útgöngu felst áframhaldandi aðild að tollabandalaginu og innri markaði ESB gegn ýmsum málamiðlunum. Þessu hélt Steve Baker, fyrrverandi vararáðherra útgöngumála, fram í gær. Baker sagði af sér fyrr á árinu vegna andstöðu sinnar við stefnuna. Í síðustu viku lýsti Boris Johnson, sem hætti í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu, stefnu May sem sjálfsmorðssprengjuvesti um bresku stjórnarskrána. Íhaldsflokkurinn heldur landsfund um mánaðamótin. Baker sagðist í gær óttast að útkoma fundarins verði sú að May ætli að ná sínu fram með aðstoð þingmanna Verkamannaflokksins. „Þá held ég að samninganefnd ESB myndi sjá það vel að Íhaldsflokkurinn hefði klofnað í herðar niður.“ Íhaldsflokkurinn hefur 316 þingmenn á þinginu. 326 myndu teljast meirihluti en flokkurinn nýtur stuðnings norðurírska DUP-flokksins og skríður þannig yfir þröskuldinn. Ef áttatíu Íhaldsmenn kysu gegn May er ljóst að hún þyrfti að reiða sig á stjórnarandstöðuna. Rúmt hálft ár er í útgöngudag, 29. mars. Þótt tiltölulega stuttur tími sé til stefnu er enn margt óljóst um hvernig útgöngu verður háttað. Enginn endanlegur samningur hefur verið gerður og í ljósi óánægjunnar innan Íhaldsflokksins er ekki víst hvort May myndi ná slíkum samningi í gegnum þingið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira