Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 22:03 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum. Washington Post greinir frá. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu í dag og sagði hún að í bréfinu hafi mátt finna hlýjar og jákvæðar kveðjur til Trump ásamt ósk um að leiðtogarnir myndu hittast á nýjan leik. Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í júní síðastliðnum þar sem umræðuefnið var meðal annars afkjarnorkuvopnavæðing Kóreu-skagans. Lítið hefur þó þokast í þeim efnum frá því að fundurinn var haldinn og hættu Bandaríkin meðal annars skyndilega við heimsókn utanríkisráðherrans Mike Pompeo til N-Kóreu fyrir skömmu, sökum lítils árangurs í viðræðum við Kim og embættismann hans. Sanders vildi ekki veita blaðamönnum afrit af bréfi Kims til Trump. Þetta er þó í minnsta kosti í þriðja skipti sem Kim sendir Trump bréf, það fyrsta barst Trump í aðdraganda fundarins í júní og annað bréf barst í síðasta mánuði. Talið er mögulegt að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York síðar í mánuðinum geti orðið vettvangur funda Kim og Trump, þó sérfræðingar ytra segja að ekkert bendi til þess að Kim muni mæta á allsherjarþingið. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum. Washington Post greinir frá. Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá þessu í dag og sagði hún að í bréfinu hafi mátt finna hlýjar og jákvæðar kveðjur til Trump ásamt ósk um að leiðtogarnir myndu hittast á nýjan leik. Trump og Kim hittust á sögulegum fundi í Singapore í júní síðastliðnum þar sem umræðuefnið var meðal annars afkjarnorkuvopnavæðing Kóreu-skagans. Lítið hefur þó þokast í þeim efnum frá því að fundurinn var haldinn og hættu Bandaríkin meðal annars skyndilega við heimsókn utanríkisráðherrans Mike Pompeo til N-Kóreu fyrir skömmu, sökum lítils árangurs í viðræðum við Kim og embættismann hans. Sanders vildi ekki veita blaðamönnum afrit af bréfi Kims til Trump. Þetta er þó í minnsta kosti í þriðja skipti sem Kim sendir Trump bréf, það fyrsta barst Trump í aðdraganda fundarins í júní og annað bréf barst í síðasta mánuði. Talið er mögulegt að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York síðar í mánuðinum geti orðið vettvangur funda Kim og Trump, þó sérfræðingar ytra segja að ekkert bendi til þess að Kim muni mæta á allsherjarþingið.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59
Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02