Martinez: Allt annað lið sem við mætum á morgun Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 19:51 Martinez í viðtali við Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira