„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 20:00 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent