Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:10 Erla Bolladóttir. Vísir/Baldur Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Í febrúar á þessu ári úrskurðaði endurupptökunefnd að heimilt væri að taka mál fimmmenninganna upp á nýju. Mál Erlu, sem sakfelld var fyrir rangar sakargiftir, var hins vegar metið þannig að ekki þótti ástæða til endurupptöku. Erla sagðist í þættinum stundum eiga erfitt með að átta sig á að það hafi verið hún sjálf sem upplifði atburðarás málsins og henni líði hreinlega eins og hún horfi á málið utan frá þegar það er rifjað upp. Erla var ekki nema tvítug þegar hún var handtekin í tengslum við hvarf Guðmundar Einarssonar. Hún var seinna ákærð fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og dæmd í þriggja ára fangelsi. Aðspurð hvort sú stund hafi nokkurn tíma runnið upp að hún hafi einfaldlega gefið upp vonina um réttlæti, viljað snúa baki í Guðmundar- og Geirfinnsmálið og gleyma því sagði Erla að á tímabili hafi hún ekki haft nokkra von um að nokkuð kæmi út úr baráttu hennar um endurupptöku.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan, en Erla var seinni viðmælandi þáttarins. Sá fyrri var Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarsjórnarráðherra.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Innlent Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira