Vinnustöðvun flugfreyja hjá Primera hefst að óbreyttu 15. nóvember Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 13:53 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/getty Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. nóvember kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir fyrirtækið stunda gróf brot gegn starfsfólki og hafi lengi neitað að gera kjarasamninga. Stjórnar- og trúnaðarráð Flugfreyjufélagsins samþykkti í ágúst að hefja skyldi atkvæðagreiðslu um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá Íslandi til annarra áfangastaða en félagið er skráð í Lettlandi. Atkvæðagreiðslu lauk í gær og var vinnustöðvunin samþykkt með 567 atkvæði gegn einu. Magnús Norðdhal, lögfræðingur hjá ASÍ segir fyrirtækið líta svo á að það starfi ekki innan íslenskrar efnahagslögsögu. „Þar af leiðandi þurfi þeir hvorki að virða kjarasamninga eða grundvallarréttindi launafólks. Þessu er Flugfreyjufélag Íslands, Alþýðusamband Íslands og raunar öll verkalýðshreyfingin á Norðurlöndunum gjörsamlega ósammála Þetta er atvinnustarfsemi sem fellur undir íslenska lögsögu og kjarasamninga og það þarf að gera kjarasamninga við fyrirtækið og því hafa þeir neitað,“ segir Magnús. Sökum þessa hafi verið boðað til vinnustöðvunar en ef af verður neyðist flugfélagið til að fella niður áætlunarferðir til og frá Íslandi. Atkvæðisrétt höfðu allir félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands. „Verkfallið er boðað með heimild í lögum númer 80/1938 með atkvæðagreiðslu allra félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands, nákvæmlega til þess að þurfa ekki að taka út fyrir sviga tiltekna félagsmenn því að það setur þá í hættu á að þeim verði refsað fyrir þátttöku sína,“ segir Magnús sem segir liggja fyrir skýrar sannanir fyrir því að fyrirtækið brjóti á réttindum starfsfólks sem að stórum hluta kemur frá ríkjum í Austur Evrópu. „Það er ekki verið að virða lágmarkskjör þessara flugliða. Þeir eru á einhverjum kjörum sem að eru helmingur af því sem það á að vera samkvæmt íslenskum kjarasamningum, eru skilgreindir sem verktakar, sjálfstæðir verktakar ráðnir í gegnum starfsmannaleigur í einhverjum skattaskjólum þannig að það er ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir að greiða þessu fólki,“ segir Magnús. Flugfreyjufélagið boðaði einnig vinnustöðvun á í maí á síðasta ári sem Primera kærði til félagsdóms. Félagsdómur dæmdi boðaða vinnustöðvun ólögmæta með vísan til þess að engar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara áður en boðað var til verkfallsins en vinnustöðvun er neyðarúrræði sem samkvæmt meginsjónarmiðum skal aðeins grípa til hafi aðrar sáttaumleitanir ekki borið árangur. Síðan þá hefur ríkissaksóknari boðað sjö fundi sem fulltrúar Primera hafa sniðgengið. Ekki er útilokað að Primera kæri aftur til félagsdóms. Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28 Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. nóvember kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Lögfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir fyrirtækið stunda gróf brot gegn starfsfólki og hafi lengi neitað að gera kjarasamninga. Stjórnar- og trúnaðarráð Flugfreyjufélagsins samþykkti í ágúst að hefja skyldi atkvæðagreiðslu um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá Íslandi til annarra áfangastaða en félagið er skráð í Lettlandi. Atkvæðagreiðslu lauk í gær og var vinnustöðvunin samþykkt með 567 atkvæði gegn einu. Magnús Norðdhal, lögfræðingur hjá ASÍ segir fyrirtækið líta svo á að það starfi ekki innan íslenskrar efnahagslögsögu. „Þar af leiðandi þurfi þeir hvorki að virða kjarasamninga eða grundvallarréttindi launafólks. Þessu er Flugfreyjufélag Íslands, Alþýðusamband Íslands og raunar öll verkalýðshreyfingin á Norðurlöndunum gjörsamlega ósammála Þetta er atvinnustarfsemi sem fellur undir íslenska lögsögu og kjarasamninga og það þarf að gera kjarasamninga við fyrirtækið og því hafa þeir neitað,“ segir Magnús. Sökum þessa hafi verið boðað til vinnustöðvunar en ef af verður neyðist flugfélagið til að fella niður áætlunarferðir til og frá Íslandi. Atkvæðisrétt höfðu allir félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands. „Verkfallið er boðað með heimild í lögum númer 80/1938 með atkvæðagreiðslu allra félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands, nákvæmlega til þess að þurfa ekki að taka út fyrir sviga tiltekna félagsmenn því að það setur þá í hættu á að þeim verði refsað fyrir þátttöku sína,“ segir Magnús sem segir liggja fyrir skýrar sannanir fyrir því að fyrirtækið brjóti á réttindum starfsfólks sem að stórum hluta kemur frá ríkjum í Austur Evrópu. „Það er ekki verið að virða lágmarkskjör þessara flugliða. Þeir eru á einhverjum kjörum sem að eru helmingur af því sem það á að vera samkvæmt íslenskum kjarasamningum, eru skilgreindir sem verktakar, sjálfstæðir verktakar ráðnir í gegnum starfsmannaleigur í einhverjum skattaskjólum þannig að það er ýmislegt gert til þess að koma í veg fyrir að greiða þessu fólki,“ segir Magnús. Flugfreyjufélagið boðaði einnig vinnustöðvun á í maí á síðasta ári sem Primera kærði til félagsdóms. Félagsdómur dæmdi boðaða vinnustöðvun ólögmæta með vísan til þess að engar samningaviðræður hafi farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara áður en boðað var til verkfallsins en vinnustöðvun er neyðarúrræði sem samkvæmt meginsjónarmiðum skal aðeins grípa til hafi aðrar sáttaumleitanir ekki borið árangur. Síðan þá hefur ríkissaksóknari boðað sjö fundi sem fulltrúar Primera hafa sniðgengið. Ekki er útilokað að Primera kæri aftur til félagsdóms.
Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28 Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á "svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. 24. september 2018 11:28
Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. 24. janúar 2018 17:56