Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 15:17 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“ Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“
Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá meira
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53