Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 15:17 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“ Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“
Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53