Talið að Ari sé staddur erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 10:34 Ari Rúnarsson er eftirlýstur á vef Interpol. Skjáskot/Interpol Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki. Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki.
Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06
Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33