Erlent

Segir Kínverja skipta sér af komandi kosningum

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump á fundi öyrggisráðsins í dag.
Donald Trump á fundi öyrggisráðsins í dag. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag.

„Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump.

Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það.

Kínverjar segja þetta rangt.

„Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“

AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.



Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum.

Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×