Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 17:49 Maðurinn hér til vinstri mun vera Anatoliy Chepiga. Hinn er einungis þekktur undir nafninu Alexander Petrov, sem talið er vera dulnefni. Vísir/AP Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Uppfært 19:30 - Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur staðfest niðurstöður Bellingcat. Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Meðal annars hefur hann hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Bretar komust að sömu niðurstöðu Breskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Bellingcat opinberlega þar sem rannsókn stendur yfir. Samkvæmt heimildum BBC hefur leyniþjónusta Bretlands þó komist að sömu niðurstöðu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í síðasta mánuði að mennirnir tveir væru útsendarar GRU. Þeir munu hafa ferðast til Bretlands með fölskum vegabréfum og undir dulnöfnunum Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Það var Anatoliy Chepiga sem notaðist við nafnið Boshirov. Sjá einnig: Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu. Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Bellingcat segir Chepiga hafa fæðst í smáþorpinu Nikolaevka, nærri landamærum Kína, árið 1979. Hann hafi gengið til liðs við herinn þegar hann var átján ára og barðist þrisvar sinnum í Téténíu með Spetsnaz-sérsveitum hersins. Hann mun hafa fengið rúmlega tuttugu orður fyrir þjónustu sína. Árið 2010 mun hann hafa fengið fyrsta dulnefnið sitt og fluttist Chepiga til Moskvu. Það var svo árið 2014 sem hann fékk æðstu orðu Rússlands, sem nefnd er hér að ofan. Á þeim tíma voru einu átökin sem Rússland stóð í í austurhluta Úkraínu.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Ekkert bendir til snertingar við taugaeitur í Salisbury Lögreglan í Bretlandi segir ekkert benda til þess að tveir sem veiktust á veitingastað í bænum Salisbury í gærkvöldi hafi komist í snertingu við taugaeitrið Novichok. 17. september 2018 07:21
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent